„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 22:41 (T.h.) Mótmælandi var handtekinn fyrir utan dómssalinn í dag. (T.v.) Ivan Golunov var dæmdur til að sitja í tveggja mánaða stofufangelsi í dag. vísir Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“ Rússland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“
Rússland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira