Þriðji áhugaverðasti áfangastaður Evrópu í ár formlega opnaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2019 19:30 Það var kátt á hjalla þegar leiðin opnaði formlega í dag. Vísir/Tryggvi Páll Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30