Gylfi: Við ætlum okkur á annað stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:42 Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00