Gareth Bale og félagar hans í Wales töpuðu 2-1 fyrir Króatíu í Króatíu fyrr í dag er liðin mættust í E-riðli í undankeppni EM 2020.
Það byrjaði vel fyrir Íslandsvinina í Króatíu því á sautjándu mínútu skoraði James Lawrence sjálfsmark og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Í upphafi síðari hálfleiks var það svo miðjumaður Inter, Ivan Perisic, sem tvöfaldaði forystuna og Króatar komnir í vænlega stöðu.
Unglingurinn sem sló í gegn með Bournemouth á síðustu leiktíð, David Brooks, kom inn sem varamaður og minnkaði muninn þrettán mínútum fyrir leikslok en þar við sat.
Króatía er á toppi riðilsins með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina en Ryan Giggs og lærisveinar hans í Wales eru með þrjú stig eftir tvo leiki.
Króatía kláraði Wales á heimavelli
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn




