Þrjú stig eru nauðsynleg í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júní 2019 08:30 Það er mikil pressa á leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins sem mætir Albaníu í hádeginu. Liðið þarf á sigri að halda í baráttunni um að komast í lokakeppnina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira