Erlent

Umhverfisráðherra Breta viðurkennir kókaínneyslu sína

Andri Eysteinsson skrifar
Gove sækist eftir leiðtogaembættinu, uppljóstrun dagsins gæti gert róðurinn þyngri.
Gove sækist eftir leiðtogaembættinu, uppljóstrun dagsins gæti gert róðurinn þyngri. Vísir/EPA
Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove, sem gengt hefur stöðu umhverfisráðherra Bretlands, og er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar, hefur viðurkennt að hafa neytt kókaíns á árum áður. Reuters greinir frá.

Gove viðurkenndi neyslu sína á efninu í viðtali við Daily Mail. Gove kvaðst hafa neytt efnisins á árum sínum sem blaðamaður og þá á viðburðum og samkvæmum.

„Það voru mistök og þegar ég lít um öxl hugsa ég að ég hefði ekki átt að gera þetta,“ sagði Gove. „Þetta var fyrir meira en 20 árum og ég trúi því að það eigi ekki að afskrifa þig þrátt fyrir mistök fortíðarinnar“

Gove er annar úr röðum þeirra sem sækjast eftir leiðtogasætinu sem viðurkennt hafa eiturlyfjaneyslu á yngri árum en þingmaðurinn Rory Stewart viðurkenndi í lok síðasta mánaðar að hann hafi sem reykt Ópíum í brúðkaupi í Íran.

Gove sagðist vona að uppljóstrunin myndi ekki hafa neikvæð áhrif á möguleika hans á að hreppa hnossið í lok júlí.

„Auðvitað er það undir samstarfsmönnum mínum í þinginu komið sagði Gove og bætti við „ég tel að allir stjórnmálamenn hafi átt sér líf áður en þeir byrjuðu í stjórnmálum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×