Sneru dómi vegna deilna Smáralindar og Norðurturnsins um bílastæði Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:44 Norðurturninn hafði að lokum betur gegn Smáralind og Kópavogsbæ í þessu máli. Vísir/Hanna Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira