Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss er alls ekki sáttur við nýjustu verðlagskönnun ASÍ. fréttblaðið/sigtryggur ari Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira