Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2019 16:53 Séð til Þórshafnar af Brekknaheiði. Um hana liggur vegurinn til Bakkafjarðar. Fréttablaðið/Pjetur Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér: Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér:
Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30