Óvissustigi aflýst en minni virkni getur samt verið undanfari goss Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 16:48 Sérfræðingar fylgjast með eldstöðinni allan sólarhringinn alla daga ársins. Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira