Ríkisstjórn Orban herðir tökin á vísindarannsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 12:31 Frá mótmælum við Vísindaakademíu Ungverjalands í Búdapest á sunnudag. Vísir/EPA Stjórn Vísindaakademíu Ungverjalands færist að miklu leyti í hendur stjórnvalda verði frumvarp sem ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra, að lögum. Orban hefur hert tök ríkisstjórnarinnar á opinberum lífi, þar á meðal dómstólum, fjölmiðlum og háskólum, í valdatíð sinni. Vísindamenn hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. Akademían sagði sjálf í síðustu viku að ríkisstjórnin vildi ná „fullri pólitískri stjórn“ á mikilvægum rannsóknum. Þúsundir mótmæltu frumvarpinu á götum Búdapest á sunnudag.Að sögn Reuters-fréttastofunnar yrði nýtt ellefu manna ráð sett yfir vísindaakademíuna undir forystu nýsköpunar- og tæknimálaráðherrans. Ráðið ákvæði hvaða rannsóknarefni fengju fjárveitingu og fylgdist með notkun fjármuna. Forsætisráðherrann sæi um að skipa fulltrúa í ráðið að tillögu ráðherrans. Ríkisstjórn Orban hefur sagt að þau verkefni sem stuðli beint að samkeppnishæfni ungversks efnahagslífs yrðu sett í forgang. Einstakar rannsóknarstofnanir eiga svo að heyra undir þrettán manna stjórn með sex fulltrúum ríkisstjórnarinnar og sex frá fræðasamfélaginu. Forsætisráðherrann myndi skipa oddvita stjórnarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ætla að fylgjast grannt með þróun mála í Ungverjalandi og hvatti ríkisstjórn Orban til þess að taka engar ákvarðanir sem takmarki vísindalegt og akademískt frelsi. Orban, sem segist sjálfur stefna að „ófrjálslyndu lýðræði“ í Ungverjalandi, hefur áður hlutast til um hvað ungverskir háskólar eigi og eigi ekki að kenna. Þannig vildi hann banna kennslu á kynjafræði. Þá kom ríkisstjórn hans því til leiðar að loka þurfti Miðevrópuháskólanum í Búdapest í fyrra. Ungverjaland Vísindi Tengdar fréttir Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40 George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Stjórn Vísindaakademíu Ungverjalands færist að miklu leyti í hendur stjórnvalda verði frumvarp sem ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra, að lögum. Orban hefur hert tök ríkisstjórnarinnar á opinberum lífi, þar á meðal dómstólum, fjölmiðlum og háskólum, í valdatíð sinni. Vísindamenn hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. Akademían sagði sjálf í síðustu viku að ríkisstjórnin vildi ná „fullri pólitískri stjórn“ á mikilvægum rannsóknum. Þúsundir mótmæltu frumvarpinu á götum Búdapest á sunnudag.Að sögn Reuters-fréttastofunnar yrði nýtt ellefu manna ráð sett yfir vísindaakademíuna undir forystu nýsköpunar- og tæknimálaráðherrans. Ráðið ákvæði hvaða rannsóknarefni fengju fjárveitingu og fylgdist með notkun fjármuna. Forsætisráðherrann sæi um að skipa fulltrúa í ráðið að tillögu ráðherrans. Ríkisstjórn Orban hefur sagt að þau verkefni sem stuðli beint að samkeppnishæfni ungversks efnahagslífs yrðu sett í forgang. Einstakar rannsóknarstofnanir eiga svo að heyra undir þrettán manna stjórn með sex fulltrúum ríkisstjórnarinnar og sex frá fræðasamfélaginu. Forsætisráðherrann myndi skipa oddvita stjórnarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ætla að fylgjast grannt með þróun mála í Ungverjalandi og hvatti ríkisstjórn Orban til þess að taka engar ákvarðanir sem takmarki vísindalegt og akademískt frelsi. Orban, sem segist sjálfur stefna að „ófrjálslyndu lýðræði“ í Ungverjalandi, hefur áður hlutast til um hvað ungverskir háskólar eigi og eigi ekki að kenna. Þannig vildi hann banna kennslu á kynjafræði. Þá kom ríkisstjórn hans því til leiðar að loka þurfti Miðevrópuháskólanum í Búdapest í fyrra.
Ungverjaland Vísindi Tengdar fréttir Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40 George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40
George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15