Fjárfestar í Óskabeini með 3,5% í Sýn Hörður Ægisson skrifar 5. júní 2019 07:45 Vodafone er í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Stefán Fjárfestar sem eiga eignarhaldsfélagið Óskabein, sem er meðal annars í hópi stærstu hluthafa tryggingafélagsins VÍS, hafa eignast um 3,5 prósenta hlut í Sýn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er hluturinn metinn á liðlega 370 milljónir króna sem skilar þeim í hóp tíu stærstu hluthafa Sýnar. Þeir sem ráða för í fjárfestingafélaginu Óskabeini eru viðskiptafélagarnir Andri Gunnarsson og Fannar Ólafsson, sem eru meðal annars í hópi eigenda að Keahótelum, Gestur Breiðfjörð Gestsson, stjórnarmaður í VÍS og eigandi Sparnaðar, og Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air. Eignarhlutur fjárfestanna, sem komu inn í hluthafahóp fjarskiptafyrirtækisins undir lok síðasta mánaðar, er í gegnum framvirka samninga hjá Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í flöggun til Kauphallarinnar þann 27. maí síðastliðinn kom fram að bankinn væri skráður fyrir samtals 5,25 prósenta hlut. Fyrir utan fjárfestingafélagið Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfestis og nýráðins forstjóra Sýnar, eru fjárfestarnir í Óskabeini næstumsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Sýnar. Eignarhlutur Ursus í Sýn, sem var að hluta til færður fyrir skemmstu yfir í framvirka samninga hjá Kviku banka, er um átta prósent. Stærstu hluthafar félagsins eru hins vegar breski vogunarsjóðurinn Landsdowne, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Hlutabréfaverð Sýnar stendur í 35,8 krónum á hlut og hefur lækkað um rúmlega 46 prósent á síðustu tólf mánuðum. Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira
Fjárfestar sem eiga eignarhaldsfélagið Óskabein, sem er meðal annars í hópi stærstu hluthafa tryggingafélagsins VÍS, hafa eignast um 3,5 prósenta hlut í Sýn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er hluturinn metinn á liðlega 370 milljónir króna sem skilar þeim í hóp tíu stærstu hluthafa Sýnar. Þeir sem ráða för í fjárfestingafélaginu Óskabeini eru viðskiptafélagarnir Andri Gunnarsson og Fannar Ólafsson, sem eru meðal annars í hópi eigenda að Keahótelum, Gestur Breiðfjörð Gestsson, stjórnarmaður í VÍS og eigandi Sparnaðar, og Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air. Eignarhlutur fjárfestanna, sem komu inn í hluthafahóp fjarskiptafyrirtækisins undir lok síðasta mánaðar, er í gegnum framvirka samninga hjá Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í flöggun til Kauphallarinnar þann 27. maí síðastliðinn kom fram að bankinn væri skráður fyrir samtals 5,25 prósenta hlut. Fyrir utan fjárfestingafélagið Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfestis og nýráðins forstjóra Sýnar, eru fjárfestarnir í Óskabeini næstumsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Sýnar. Eignarhlutur Ursus í Sýn, sem var að hluta til færður fyrir skemmstu yfir í framvirka samninga hjá Kviku banka, er um átta prósent. Stærstu hluthafar félagsins eru hins vegar breski vogunarsjóðurinn Landsdowne, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Hlutabréfaverð Sýnar stendur í 35,8 krónum á hlut og hefur lækkað um rúmlega 46 prósent á síðustu tólf mánuðum. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira