Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júní 2019 08:00 Al Thani-mál æðstu stjórnenda Kaupþings var meðal fyrirferðarmestu sakamála hrunsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira