Björgvin dæmdur í eins leiks bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 17:06 Björgvin Stefánsson. Fréttablaðið/Sigtryggur KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Þetta bann tengist þó ekki ummælum Björgvins sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin var dæmdur í eins leiks bann fyrir tvö gul spjöld í Mjólkurbikar karla. Björgvin fékk gult spjald í sigurleikjunum á móti Dalvík/Reyni og Völsungi. Björgvin tekur því bannið út í leik KR á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram 27. júní á KR-vellinum. Úrskurðurinn í máli Björgvins vegna rasíska ummæla verður aftur á móti kynntur í hádeginu á morgun en niðurstaða í því máli liggur fyrir samkvæmt heimildum Vísis. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar og knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og menn veltu fyrir sér hvort Björgvin gæti verið á leiðinni í langt bann Brot Björgvins gæti hugsanlega kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu hér fyrir neðan. 16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Þetta bann tengist þó ekki ummælum Björgvins sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin var dæmdur í eins leiks bann fyrir tvö gul spjöld í Mjólkurbikar karla. Björgvin fékk gult spjald í sigurleikjunum á móti Dalvík/Reyni og Völsungi. Björgvin tekur því bannið út í leik KR á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram 27. júní á KR-vellinum. Úrskurðurinn í máli Björgvins vegna rasíska ummæla verður aftur á móti kynntur í hádeginu á morgun en niðurstaða í því máli liggur fyrir samkvæmt heimildum Vísis. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar og knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og menn veltu fyrir sér hvort Björgvin gæti verið á leiðinni í langt bann Brot Björgvins gæti hugsanlega kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu hér fyrir neðan. 16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira