Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 12:25 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. Alþingi Til snarpra orðaskipta kom á milli Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna og Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins við fyrstu umræðu lagafrumvarps félags- og barnamálaráðherra um félagslega aðstoð og almannatrygginar, svo mjög að Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, fann sig knúinn til að biðja þingmenn um að gæta hófsemi í orðavali þrátt fyrir að hitna kunni í kolunum. Markmiðið með frumvarpi félags-og barnamálaráðherra er meðal annars að draga úr áhrifum annarra tekna en bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar við útreikning sérstakrar uppótar á lífeyri vegna framfærslu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og afnema þar með það sem kallað hefur verið í daglegu tali „króna á móti krónu“ skerðing. Inga Sæland tók til máls og sagði að velferðarstjórn eftirhrunsáranna hefði sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu.“ „Þeir áttu líka að taka þátt í því áfalli sem þjóðin varð fyrir. Það var í höndum vinstri flokkanna, velferðarstjórnarinnar, sem króna á móti krónu skerðing var sett á. Hér hefur hún verið, náttúrulega með aðstoð allra hinna í tíu ár“.Sagðist ekki hafa grátið síðan degi fyrir kjördag Undir lok ræðunnar komst Inga við þegar hún ræddi um skerðingar og velti fyrir sér hvort þær væru yfir höfuð löglegar. „Ég held ég hafi nú ekki farið að grenja síðan ég fór að grenja í beinni útsendingu fyrir síðasta kjördag en eitt er víst að á þetta verður látið reyna fyrir dómi. Það getur ekki verið mögulegt að þetta sé löglegt, það er ekki hægt. Króna og á móti krónu, fátæktargildra, mismunun, brot á jafnræði. Það getur ekki verið löglegt, virðulegi forseti.“Að neðan má sjá ræðu Ingu.„Menn þurfa aðeins að kanna hlutina“ Steingrímur sagðist ekki blanda sér oft í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en vék úr stóli forseta Alþingis því hann gæti ekki setið þegjandi undir rangfærslum og óhóðri sem hann taldi Ingu hafa haft í frammi um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar.“ Það skjóti skökku við að heyra að málið sé nú orðið að einhverju stórkostlegu ranglæti þegar hugsunin hefði verið sú að bæta fjármunum ofan á aðrar almennar greiðslur kerfisins. Þetta væru greiðslur sem vissulega væru tekjutengdar. „Af því að það var verið að reyna að nota takmarkaða fjármuni til að aðstoða þann hluta hópsins sem var lakast settur og menn þurfa aðeins að kunna hlutina áður en þeir taka upp í sig stór orð og á meðan ég er hér á þingi og hef málfrelsi þá sit ég ekki þegjandi undir svona löguðu. Jóhanna Sigurðardóttir, einn merkasti félagsmálaráðherra þessarar þjóðar, á annað og betra skilið frá kynsystrum sínum,“ sagði Steingrímur og mátti heyra kallað úr sal „heyr heyr!“ þegar hann hafði lokið máli sínu.Að neðan má sjá ræðu Steingríms.Inga krafðist þá nánari útskýringar á því hvenær og hvers vegna skerðingum var komið á.„Eru menn komnir þangað? Í alvöru?“ Steingrímur kom þá í pontu öðru sinni og útskýrði málið nánar. „Það kom skýrt fram í mínu máli að þegar að þessi uppbót er sett inn í kerfið, hrein viðbót við almennar greiðslur kerfisins þá var hún tekjutengt en þetta voru viðbótarfjármunir inn í kerfið til að aðstoða lakasta hluta hópsins og sama gerðist reyndar við ýmsar greiðslur inn í almannatryggingarkerfið til aldraðra að þannig lögðust slíkar tekjutengdar greiðslur af stað. Þær voru uppbót við of lágar almennar greiðslur kerfisins til þess að reyna að beina takmörkuðum fjármunum til þeirra sem eru verst settir. Hver er að tala þeirra máli í dag þegar öll umræðan er orðin um það að menn eigi bara að hafa allar greiðslur óskertar í almannatryggingakerfinu jafnvel án tillits til þess hve háar tekjur þeir hafa. Eru menn komnir þangað? Í alvöru? Og hvar er málflutningurinn fyrir því að bæta stöðu þeirra allra lakast settu.“ Þrátt fyrir að Steingrímur sagðist styðja frumvarpið sagði hann: „Það er gott að draga úr þessari miklu tekjutengingu og hafa hvata í kerfinu en ég spyr mig samt, ef við erum að ráðstafa 2,9 milljörðum eða 4 hefði kannski eitthvað af því átt að fara til allra lakast setta hópsins því þetta er ekki hann. Þetta er ekki hann. Þetta er hópurinn sem hefur aðrar tekjur og heldur núna meiru eftir úr almannatryggingakerfinu eða lögum um félagslega aðstoð með þessum breytingum, já það er gott, við viljum hafa kerfið hvetjandi, en hvar eru núna málsvarar þeirra allra lakast settu?“Velti fyrir sér hvort Steingrímur væri heyrnarskertur Inga Sæland tók þá til máls og sagðist velta því fyrir sér hvort Steingrímur væri orðinn heyrnarskertur fyrst hann heyrði ekki að hún sjálf stæði sem málsvari þeirra sem standa höllum fæti. „En hins vegar þá verður það ekki á móti mælt að þeir sem eru öryrkjar og eru með 212 þúsund krónur og mögulega gætu farið út á vinnumarkaðinn þeim er haldið þarna inni með þessu skerðingarkerfi og það sem við erum að horfast í augu við núna, þó ég muni eðli málsins samkvæmt, greiði ég atkvæði með þessari hungurlús það sem er eins og minn ágæti samflokksmaður Guðmundur Ingi komst svo vel að orði í gær, í stað þess að sparka þrisvar í þau þá gerum við það tvisvar.“ Alþingi Félagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna og Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins við fyrstu umræðu lagafrumvarps félags- og barnamálaráðherra um félagslega aðstoð og almannatrygginar, svo mjög að Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, fann sig knúinn til að biðja þingmenn um að gæta hófsemi í orðavali þrátt fyrir að hitna kunni í kolunum. Markmiðið með frumvarpi félags-og barnamálaráðherra er meðal annars að draga úr áhrifum annarra tekna en bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar við útreikning sérstakrar uppótar á lífeyri vegna framfærslu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og afnema þar með það sem kallað hefur verið í daglegu tali „króna á móti krónu“ skerðing. Inga Sæland tók til máls og sagði að velferðarstjórn eftirhrunsáranna hefði sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu.“ „Þeir áttu líka að taka þátt í því áfalli sem þjóðin varð fyrir. Það var í höndum vinstri flokkanna, velferðarstjórnarinnar, sem króna á móti krónu skerðing var sett á. Hér hefur hún verið, náttúrulega með aðstoð allra hinna í tíu ár“.Sagðist ekki hafa grátið síðan degi fyrir kjördag Undir lok ræðunnar komst Inga við þegar hún ræddi um skerðingar og velti fyrir sér hvort þær væru yfir höfuð löglegar. „Ég held ég hafi nú ekki farið að grenja síðan ég fór að grenja í beinni útsendingu fyrir síðasta kjördag en eitt er víst að á þetta verður látið reyna fyrir dómi. Það getur ekki verið mögulegt að þetta sé löglegt, það er ekki hægt. Króna og á móti krónu, fátæktargildra, mismunun, brot á jafnræði. Það getur ekki verið löglegt, virðulegi forseti.“Að neðan má sjá ræðu Ingu.„Menn þurfa aðeins að kanna hlutina“ Steingrímur sagðist ekki blanda sér oft í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en vék úr stóli forseta Alþingis því hann gæti ekki setið þegjandi undir rangfærslum og óhóðri sem hann taldi Ingu hafa haft í frammi um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar.“ Það skjóti skökku við að heyra að málið sé nú orðið að einhverju stórkostlegu ranglæti þegar hugsunin hefði verið sú að bæta fjármunum ofan á aðrar almennar greiðslur kerfisins. Þetta væru greiðslur sem vissulega væru tekjutengdar. „Af því að það var verið að reyna að nota takmarkaða fjármuni til að aðstoða þann hluta hópsins sem var lakast settur og menn þurfa aðeins að kunna hlutina áður en þeir taka upp í sig stór orð og á meðan ég er hér á þingi og hef málfrelsi þá sit ég ekki þegjandi undir svona löguðu. Jóhanna Sigurðardóttir, einn merkasti félagsmálaráðherra þessarar þjóðar, á annað og betra skilið frá kynsystrum sínum,“ sagði Steingrímur og mátti heyra kallað úr sal „heyr heyr!“ þegar hann hafði lokið máli sínu.Að neðan má sjá ræðu Steingríms.Inga krafðist þá nánari útskýringar á því hvenær og hvers vegna skerðingum var komið á.„Eru menn komnir þangað? Í alvöru?“ Steingrímur kom þá í pontu öðru sinni og útskýrði málið nánar. „Það kom skýrt fram í mínu máli að þegar að þessi uppbót er sett inn í kerfið, hrein viðbót við almennar greiðslur kerfisins þá var hún tekjutengt en þetta voru viðbótarfjármunir inn í kerfið til að aðstoða lakasta hluta hópsins og sama gerðist reyndar við ýmsar greiðslur inn í almannatryggingarkerfið til aldraðra að þannig lögðust slíkar tekjutengdar greiðslur af stað. Þær voru uppbót við of lágar almennar greiðslur kerfisins til þess að reyna að beina takmörkuðum fjármunum til þeirra sem eru verst settir. Hver er að tala þeirra máli í dag þegar öll umræðan er orðin um það að menn eigi bara að hafa allar greiðslur óskertar í almannatryggingakerfinu jafnvel án tillits til þess hve háar tekjur þeir hafa. Eru menn komnir þangað? Í alvöru? Og hvar er málflutningurinn fyrir því að bæta stöðu þeirra allra lakast settu.“ Þrátt fyrir að Steingrímur sagðist styðja frumvarpið sagði hann: „Það er gott að draga úr þessari miklu tekjutengingu og hafa hvata í kerfinu en ég spyr mig samt, ef við erum að ráðstafa 2,9 milljörðum eða 4 hefði kannski eitthvað af því átt að fara til allra lakast setta hópsins því þetta er ekki hann. Þetta er ekki hann. Þetta er hópurinn sem hefur aðrar tekjur og heldur núna meiru eftir úr almannatryggingakerfinu eða lögum um félagslega aðstoð með þessum breytingum, já það er gott, við viljum hafa kerfið hvetjandi, en hvar eru núna málsvarar þeirra allra lakast settu?“Velti fyrir sér hvort Steingrímur væri heyrnarskertur Inga Sæland tók þá til máls og sagðist velta því fyrir sér hvort Steingrímur væri orðinn heyrnarskertur fyrst hann heyrði ekki að hún sjálf stæði sem málsvari þeirra sem standa höllum fæti. „En hins vegar þá verður það ekki á móti mælt að þeir sem eru öryrkjar og eru með 212 þúsund krónur og mögulega gætu farið út á vinnumarkaðinn þeim er haldið þarna inni með þessu skerðingarkerfi og það sem við erum að horfast í augu við núna, þó ég muni eðli málsins samkvæmt, greiði ég atkvæði með þessari hungurlús það sem er eins og minn ágæti samflokksmaður Guðmundur Ingi komst svo vel að orði í gær, í stað þess að sparka þrisvar í þau þá gerum við það tvisvar.“
Alþingi Félagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira