Gary Martin er genginn í raðir ÍBV í Pepsi Max-deild karla eftir að hafa spilað einungis þrjá leiki í upphafi tímabilsins með Íslandsmeisturum Vals.
Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum mál Gary á Hlíðarenda en eftir þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, að hann hefði ekki not fyrir Gary lengur.
Englendingurinn var settur út úr hópnum og að endingu komust Valur og Gary að starfslokasamningi svo Gary var frjáls ferða sinna. Hann samdi svo við ÍBV á sunnudaginn.
Gary ræðir málin í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag og þar segir hann að þetta hafi ekki verið auðvelt fyrir sig.
„Þetta var mjög erfiður tími. Það hafa nú ekki margir spurt mig um hvernig mér leið. Fólk vill bara einhverjar brjálæðislegar sögur en þannig var þetta ekki,“ sagði Gary í Morgunblaðinu.
„Óli tók þessa ákvörðun og ég virði hana. Fólk fattar ekki að ég er í raun og veru sammála því sem hann sagði. Mér fannst ég ekki spila vel. Þetta var ekki auðvelt, en þetta sýndi mér bara að sama hvað þá geta hlutirnir breyst mjög hratt í fótbolta.“
Gary Martin: Fólk vill bara einhverjar brjálæðislegar sögur

Tengdar fréttir

Valur og Gary Martin komast að samkomulagi um starfslok
Englendingurinn er farinn frá Val.

Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val
Enski framherjinn virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Hlíðarendafélaginu.

Pepsi Max mörkin: Gary Martin fer hlæjandi í bankann en hvað er í gangi hjá Val?
Pepsi Max mörkin gerðu upp Gary Martin málið og slæma stöðu Valsmanna í Pepsi Max deildinni í þættinum í gær en Valur og enski framherjinn sömdu um starfslok í síðustu viku.

Gary klárar tímabilið með ÍBV
Enski framherjinn hefur samið við ÍBV.