Íslendingum verði kennd ný regla um hvernig aka eigi um hringtorg Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 21:55 Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur um umferðaröryggi. Stöð 2/Einar Árnason. Mikið eignatjón í hringtorgum og tilkoma sjálfkeyrandi bíla knýja á um að Íslendingar leggi af þá séríslensku reglu að bílar í innri hring eigi réttinn, að mati sérfræðings um umferðaröryggi. Hann hvetur Alþingi til að lögfesta alþjóðlegar reglur um umferðarrétt í hringtorgum þannig að bílar í ytri hring eigi réttinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allir sem taka ökupróf á Íslandi læra að þegar ekið er út úr hringtorgi þá eru það þeir sem eru í innri hring sem eiga réttinn, - þeir sem eru í ytri hring þurfa að víkja. Þessari reglu vill Ólafur Kr. Guðmundsson að Alþingi breyti núna við endurskoðun umferðarlaga enda sé hún í mótsögn við aðra grundvallarreglu í umferðinni, svokallaða hægrireglu. Loftmynd af hringtorginu á Vesturlandsvegi við Bauhaus.Stöð 2/Einar Árnason.Ólafur veit ekki til þess að aðrar þjóðir hafi þá reglu að innri hringur eigi réttinn og telur hana séríslenska. „Þetta er öfugt miðað við það sem aðrar þjóðir gera. Þannig að nú er tækifærið, að hafa þetta eins og það er í öðrum löndum og vera ekki að búa til nýtt vandamál á Íslandi. Sem verður út af aukningu ferðamanna, sem eru ekki vanir þessum aðstæðum,“ segir Ólafur. Það gerði kannski ekki mikið til að Íslendingar væru með sína eigin reglu á Íslandi meðan þeir voru nánast einir um að aka um íslenska vegi. En það er aldeilis orðið breytt. „Það er mjög algengt að það verði eignatjón í hringtorgum á Íslandi, og þá mjög oft erlendir ferðamenn,“ segir Ólafur og bendir á hringtorgið á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Þar hafi orðið yfir sjötíu árekstrar á einungis fimm árum, megnið af þeim eignatjón þegar menn séu að beygja út úr hringtorginu. Þá verði þessi misskilningur, milli útlendinga og Íslendinga. Þá myndi samræming auðvelda Íslendingum að aka erlendis.Þegar ekið er út úr hringtorgi á Íslandi á sá réttinn sem er í innri hring, - öfugt við að sem tíðkast hjá öðrum þjóðum.Stöð 2/Einar Árnason.Ný tækni knýr líka á um breytingu, að mati Ólafs. Sjálfkeyrandi bílar séu byrjaðir að koma og sjálfur hafi hann reynt það á hálfsjálfkeyrandi Teslu að hún sé í vandræðum með íslensku hringtorgin. Hugbúnaður þeirra bíla sem komi í framtíðinni geri ekki ráð fyrir séríslenskri reglu í hringtorgum. Þótt sumir vilji meina að íslenska reglan sé skynsamlegri telur Ólafur ólíklegt að Íslendingum takist að sannfæra aðrar þjóðir um að taka hana upp. „Ég held að það sé miklu einfaldara að kenna 300 þúsund manns nýja reglu heldur en að ætla að umbreyta öllum heiminum. Ég myndi byrja á þessum 300 þúsund,“ segir Ólafur. Hér má sjá viðtalið við Ólaf: Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15 Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Mikið eignatjón í hringtorgum og tilkoma sjálfkeyrandi bíla knýja á um að Íslendingar leggi af þá séríslensku reglu að bílar í innri hring eigi réttinn, að mati sérfræðings um umferðaröryggi. Hann hvetur Alþingi til að lögfesta alþjóðlegar reglur um umferðarrétt í hringtorgum þannig að bílar í ytri hring eigi réttinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allir sem taka ökupróf á Íslandi læra að þegar ekið er út úr hringtorgi þá eru það þeir sem eru í innri hring sem eiga réttinn, - þeir sem eru í ytri hring þurfa að víkja. Þessari reglu vill Ólafur Kr. Guðmundsson að Alþingi breyti núna við endurskoðun umferðarlaga enda sé hún í mótsögn við aðra grundvallarreglu í umferðinni, svokallaða hægrireglu. Loftmynd af hringtorginu á Vesturlandsvegi við Bauhaus.Stöð 2/Einar Árnason.Ólafur veit ekki til þess að aðrar þjóðir hafi þá reglu að innri hringur eigi réttinn og telur hana séríslenska. „Þetta er öfugt miðað við það sem aðrar þjóðir gera. Þannig að nú er tækifærið, að hafa þetta eins og það er í öðrum löndum og vera ekki að búa til nýtt vandamál á Íslandi. Sem verður út af aukningu ferðamanna, sem eru ekki vanir þessum aðstæðum,“ segir Ólafur. Það gerði kannski ekki mikið til að Íslendingar væru með sína eigin reglu á Íslandi meðan þeir voru nánast einir um að aka um íslenska vegi. En það er aldeilis orðið breytt. „Það er mjög algengt að það verði eignatjón í hringtorgum á Íslandi, og þá mjög oft erlendir ferðamenn,“ segir Ólafur og bendir á hringtorgið á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Þar hafi orðið yfir sjötíu árekstrar á einungis fimm árum, megnið af þeim eignatjón þegar menn séu að beygja út úr hringtorginu. Þá verði þessi misskilningur, milli útlendinga og Íslendinga. Þá myndi samræming auðvelda Íslendingum að aka erlendis.Þegar ekið er út úr hringtorgi á Íslandi á sá réttinn sem er í innri hring, - öfugt við að sem tíðkast hjá öðrum þjóðum.Stöð 2/Einar Árnason.Ný tækni knýr líka á um breytingu, að mati Ólafs. Sjálfkeyrandi bílar séu byrjaðir að koma og sjálfur hafi hann reynt það á hálfsjálfkeyrandi Teslu að hún sé í vandræðum með íslensku hringtorgin. Hugbúnaður þeirra bíla sem komi í framtíðinni geri ekki ráð fyrir séríslenskri reglu í hringtorgum. Þótt sumir vilji meina að íslenska reglan sé skynsamlegri telur Ólafur ólíklegt að Íslendingum takist að sannfæra aðrar þjóðir um að taka hana upp. „Ég held að það sé miklu einfaldara að kenna 300 þúsund manns nýja reglu heldur en að ætla að umbreyta öllum heiminum. Ég myndi byrja á þessum 300 þúsund,“ segir Ólafur. Hér má sjá viðtalið við Ólaf:
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15 Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15
Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent