Markvörðurinn Anton Ari Einarsson er á förum frá Íslandsmeisturum Vals og mun ganga til liðs við Breiðablik þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný samkvæmt frétt Fréttablaðsins.
Anton Ari hefur verið hjá Val síðan 2014 en hann var fastamaður í byrjunarliði Vals frá 2016 og varð Íslandsmeistari með félaginu síðustu tvö ár.
Valur fékk landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til liðs við sig í vetur og hefur hann tekið sæti Antons í byrjunarliðinu. Anton hefur aðeins leikið einn deildarleik það sem af er sumars.
Valur er í botnsæti Pepsi Max deildar karla eftir slæma byrjun en Breiðablik er á hinum enda deildarinnar, í toppsætinu.
Segja Anton Ara á leið til Breiðabliks
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1



Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti
