Víetnam talið líklegasta skotmark kínverska hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:00 Xi Jinping hefur lofað því að herinn verði í heimsklassa. Nordicphotos/AFP Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið. Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira