Rúnar: Menn fá ekkert að anda því það er alltaf hótað með gulu spjaldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2019 18:34 Ívar Orri gefur Kennie Chopart rautt spjald. vísir/bára „Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
„Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45