Langar ræður bannaðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 08:30 Arnaldur Halldórsson, Þórey Lilja Benjamínsdóttir, Sigyn Blöndal, Hilmar Máni Magnússon og Lísbet Freyja Ýmisdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira