Bella Hadid biðst afsökunar á Instagram-færslu Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 16:37 Bella Hadid er ein vinsælasta fyrirsæta heims um þessar mundir. Vísir/Getty Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019
Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira