Lífið

Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fór með titilhlutverk sýningarinnar, og Raggi Bjarna eftir lokasýninguna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fór með titilhlutverk sýningarinnar, og Raggi Bjarna eftir lokasýninguna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Mynd/Borgarleikhúsið
Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. Söngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, lét sig ekki vanta á sýninguna í gær frekar en fyrri daginn, þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017.

„Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum.



Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellyjar í sýningunni og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Borgarleikhúsið birti í kvöld mynd sem tekin var af Katrínu og Ragnari eftir sýninguna í gær, þar sem þau kveðja ævintýrið sem nú er að baki.

Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. 


Tengdar fréttir

„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“

Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×