Gleði og dans allsráðandi í anda Jónu Ottesen Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 21:00 Dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu var haldin í dag og mun allur gróði af gleðinni renna beint til Jónu Elísabetar Ottesen, 36 ára konu sem liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys sem hún og dóttir hennar lentu í í upphafi mánaðar. Það var margt um manninn í Kramhúsinu í dag og augljóst að Jóna á marga góða að. Hún var á heimleið að norðan til Reykjavíkur þegar hún og fimm ára dóttir hennar lentu í alvarlegu bílslysi í Langadal í Húnavatnssýslu. Dóttir hennar slapp með minniháttar áverka en Jóna hlaut mænuskaða. Fyrst eftir slysið var hún með meðvitund, en í framhaldi tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og er henni haldið sofandi á meðan bólgur hjaðna. „Jóna er algjör gleðigjafi, leiðtogi, finnst gaman að dansa, vinur vina sinna og yndisleg manneskja á svo margan hátt,“ segir Ásdís Halldórsdóttir, vinkona Jónu og danskennari. Hún er ein þeirra sem skipulagði viðburðinn í dag. En er ekki vitað hverjar nákvæmar afleiðingar slyssins eru, en ljóst er að langt og strangt endurhæfingarferli bíður Jónu. Vinir hennar og samstarfsfólk hafa því tekið sig saman síðustu viku og hrint af stað allskyns söfnunum til að styðja við bakið á henni og fjölskyldu hennar næstu mánuði. Sjálf stofnaði Jóna hátíðina Kátt á Klambratúni, og því lá beinast við að tengja Kátt í kramhúsinu við það. Vinir Jónu munu svo sjá um skipulag barnahátíðarinnar á Klambratúni í ár og vonast til að hún taki svo aftur við boltanum að ári. Hátíðin var því augljóslega í anda Jónu, þar sem gleði og dans voru alsráðandi. Hægt er að styrkja endurhæfingaferli Jónu í gegnum þennan styrktarreikning: 528-14-401998, kt. 701111-1410. Samgönguslys Tengdar fréttir Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Nokkrir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar troða upp á barnamenningarhátíð á Klambratúni um helgina. Um þrjú þúsund mættu í fyrra. Einn skipuleggjenda segir fólk frá núll og upp úr eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 26. júlí 2018 06:00 Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Ástand Jónu Elísbetar Ottesen fer batnandi en hún hlaut mænuskaða í bílslysi fyrr í mánuðinum. Kramhúsið og Kennarahúsið skipuleggja nú dans- og fjölskylduhátíð til styrktar henni. 12. júní 2019 11:32 Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu var haldin í dag og mun allur gróði af gleðinni renna beint til Jónu Elísabetar Ottesen, 36 ára konu sem liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys sem hún og dóttir hennar lentu í í upphafi mánaðar. Það var margt um manninn í Kramhúsinu í dag og augljóst að Jóna á marga góða að. Hún var á heimleið að norðan til Reykjavíkur þegar hún og fimm ára dóttir hennar lentu í alvarlegu bílslysi í Langadal í Húnavatnssýslu. Dóttir hennar slapp með minniháttar áverka en Jóna hlaut mænuskaða. Fyrst eftir slysið var hún með meðvitund, en í framhaldi tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og er henni haldið sofandi á meðan bólgur hjaðna. „Jóna er algjör gleðigjafi, leiðtogi, finnst gaman að dansa, vinur vina sinna og yndisleg manneskja á svo margan hátt,“ segir Ásdís Halldórsdóttir, vinkona Jónu og danskennari. Hún er ein þeirra sem skipulagði viðburðinn í dag. En er ekki vitað hverjar nákvæmar afleiðingar slyssins eru, en ljóst er að langt og strangt endurhæfingarferli bíður Jónu. Vinir hennar og samstarfsfólk hafa því tekið sig saman síðustu viku og hrint af stað allskyns söfnunum til að styðja við bakið á henni og fjölskyldu hennar næstu mánuði. Sjálf stofnaði Jóna hátíðina Kátt á Klambratúni, og því lá beinast við að tengja Kátt í kramhúsinu við það. Vinir Jónu munu svo sjá um skipulag barnahátíðarinnar á Klambratúni í ár og vonast til að hún taki svo aftur við boltanum að ári. Hátíðin var því augljóslega í anda Jónu, þar sem gleði og dans voru alsráðandi. Hægt er að styrkja endurhæfingaferli Jónu í gegnum þennan styrktarreikning: 528-14-401998, kt. 701111-1410.
Samgönguslys Tengdar fréttir Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Nokkrir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar troða upp á barnamenningarhátíð á Klambratúni um helgina. Um þrjú þúsund mættu í fyrra. Einn skipuleggjenda segir fólk frá núll og upp úr eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 26. júlí 2018 06:00 Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Ástand Jónu Elísbetar Ottesen fer batnandi en hún hlaut mænuskaða í bílslysi fyrr í mánuðinum. Kramhúsið og Kennarahúsið skipuleggja nú dans- og fjölskylduhátíð til styrktar henni. 12. júní 2019 11:32 Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Nokkrir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar troða upp á barnamenningarhátíð á Klambratúni um helgina. Um þrjú þúsund mættu í fyrra. Einn skipuleggjenda segir fólk frá núll og upp úr eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 26. júlí 2018 06:00
Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Ástand Jónu Elísbetar Ottesen fer batnandi en hún hlaut mænuskaða í bílslysi fyrr í mánuðinum. Kramhúsið og Kennarahúsið skipuleggja nú dans- og fjölskylduhátíð til styrktar henni. 12. júní 2019 11:32
Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13