Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 16:52 Breiðafjarðarferjan Baldur er í eigu Sæferða. vísir/gva Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Samgöngur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
Samgöngur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira