Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 16:52 Breiðafjarðarferjan Baldur er í eigu Sæferða. vísir/gva Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Samgöngur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
Samgöngur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda