Forseti UEFA gagnrýnir ensk félög: „Ekkert vandamál ef tvö lið frá Aserbaídsjan hefðu þurft að spila í London“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2019 14:00 Ceferin afhendir Chelsea-mönnunum César Azpilicueta og Gary Cahill Evrópudeildarbikarinn. vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann. Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann.
Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira