Hundrað ára boðið í veislu með Guðna forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 14:03 Sigríður Kristín Sigurðardóttir fagnar 100 ára afmæli þann 5. desember. Hún tók þátt í Kvennahlaupi á Hrafnistu í dag en Kvennahlaupið sjálft fer fram á morgun. Vísir/Friðrik Þór Hrafnista býður landsmönnum, sem eiga 100 ára afmæli á árinu, til afmælisveislu á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. júní klukkan 14. Viðstödd veisluna verða meðal annars Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem flytur ávarp auk Dagnýjar Erlu Gunnarsdóttur, sem er fimmtán ára og sitja mun þingfund ungmenna í Alþingishúsinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní í tilefni af 75 ára afmælis lýðveldisins. Boðið verður upp á afmælisköku og söngatriði sem tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson annast. Formleg dagskrá mun taka um eina klukkustund. Auk ofangreindra og fleiri aðila er öllum íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði boðið til veislunnar. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu og hafa um tíu þeirra þegar boðað komu sína til veislunnar. Í lok dagskrár verður tekin hópmynd af þessum merkilega hópi ásamt forseta Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Hefur undirbúningur m.a. verið unninn í samstarfi vð Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Þessi áhugaverði vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook. Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hrafnista býður landsmönnum, sem eiga 100 ára afmæli á árinu, til afmælisveislu á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. júní klukkan 14. Viðstödd veisluna verða meðal annars Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem flytur ávarp auk Dagnýjar Erlu Gunnarsdóttur, sem er fimmtán ára og sitja mun þingfund ungmenna í Alþingishúsinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní í tilefni af 75 ára afmælis lýðveldisins. Boðið verður upp á afmælisköku og söngatriði sem tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson annast. Formleg dagskrá mun taka um eina klukkustund. Auk ofangreindra og fleiri aðila er öllum íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði boðið til veislunnar. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu og hafa um tíu þeirra þegar boðað komu sína til veislunnar. Í lok dagskrár verður tekin hópmynd af þessum merkilega hópi ásamt forseta Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Hefur undirbúningur m.a. verið unninn í samstarfi vð Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Þessi áhugaverði vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.
Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira