Pútín rekur yfirmenn lögreglunnar í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 18:23 Ívan Golunov eftir að honum var sleppt úr haldi á þriðjudag. Vísir/EPA Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12