Banna beinar textalýsingar úr dómsal Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:56 Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. Vísir/Hanna Andrésdóttir Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt. Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt.
Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira