Vantrú fagnar sigri en bingóið er komið til að vera Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 12:00 Vantrú hefur haldið Bingó við Austurvöll frá árinu 2007. Nú hefur lögunum verið breytt en bingóið er komið til að vera. Vísir/Sigurjón Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Alþingi Trúmál Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar.
Alþingi Trúmál Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira