Máli Blönduóss gegn Kleifafjölskyldunni vísað frá Hæstarétti Sveinn Arnarsson skrifar 13. júní 2019 09:09 Kleifafjölskyldan vill nú hefja uppbyggingu sem hefur beðið. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“ Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00