Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:51 Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Vísir/ap Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap
Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16
Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34