Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2019 21:54 „Svona verður kvöldið mitt,“ sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Sá sænski brosti út að eyrum, nánast hló og greinilega vel létt eftir sigurinn í kvöld. Tóbak virðist fylgja íslenskum landsliðsþjálfurum, að minnsta kosti karlalandsliðsin. Ólafur Jóhannesson tók í nefið, Lars Lagerbäck í vörina og Hamrén reykir vindla - á tyllidögum. Allt er gott í hófi sagði einhver. Í kvöld er tilefni til að fagna.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, var baráttumikill á miðjunni í kvöld.vísir/gettyLangþráð uppskera Sænski þjálfarinn er heldur betur að uppskera eftir erfiða upphafsdaga í starfi. Íslenska liðið steinlá gegn afar sterkum andstæðingum í Þjóðadeildinni og eftir 2-0 sigur á Andorra steinlá liðið í 4-0 tapi gegn Frökkum í undankeppni EM. Síðan hefur íslenska liðið siglt sex stigum í hús. Hans stærsta stund klárlega 2-1 sigurinn gegn Tyrkjum sem lögðu heimsmeistara Frakka um liðna helgi. „Ég er rosalega ánægður með stigin þrjú í dag og sex stigin sem við ætluðum okkur fyrir þennan erfiða tvíhöfða,“ sagði Hamrén. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, vildum að þeir hefðu boltann og blása til skyndisókna. Sköpuðum okkur mörg færi. Hefði átt að vera 3-0 í hálfleik miðað við öll færin og sterka vörn. Þegar þeir skoruðu 2-1 þá var það kjaftshögg.“ Hann sagði liðið hafa unnið vel í seinni hálfleik, verið skynsamt og unnið afar vel samna. „Ég er stoltur af leikmönnunum, hvernig þeir hafa tekið þessa tvo leiki, sem við urðum að vinna, með trompi. Nú er allt galopið fyrir framhaldið þegar undankeppnin heldur áfram í september. Við verðum þar.“Ragnar Sigurðsson kemur Íslendingum á bragðið í kvöld.Vísir/Daníel ÞórRaggi átti að skora þrjú Sá sænski sagði leikmenn sína hafa fylgt leikplaninu fullkomlega eftir. „Ef þú verst vel þá áttu möguleika á góðum skyndisóknum. Ef þú nærð góðri fyrstu snertingu og fyrstu sendingu,“ sagði sá sænski. Liðið hefði reynt að sína styrk sinn í föstum leikatriðum. Raunar komu öll mörkin í dag úr föstum leikatriðum. Aukaspyrnum og hornspyrnum. „Raggi átti að skora þrjú mörk!“ Miðvörðurinn skoraði tvö mörk með skalla í fyrri hálfleik og nagar sig eflaust í handabakið fyrir að hafa ekki nýtt þriðja skallafærið undir lok leiksins.Þjálfarateymi Íslands fangar vel á Laugardalsvelli í kvöld. Níu stig af níu mögulegum í húsi í þremur síðustu leikjum.Vísir/Daníel ÞórBirkir og Jón Daði mættir Hamrén var spurður út í þátttöku Jóns Daða sem hefur ekkert spilað síðan í upphafi árs vegna meiðsla. Hvort það hefði verið áhætta að spila honum. Sá sænski svaraði því til að það hefði líklega verið meiri áhætta að láta Jón Daða hefja æfingar tveimur vikum fyrir hitting landsliðsins. Þá hafi hann byrjað að æfa með þjálfurum í að byggja upp styrk. Í framhaldinu hafi hann verið í stöðugum prófum til að meta hvort hann ætti möguleika á að vera með í leikjunm tveimur. „Hann bætti sig stöðugt og stóðst öll prófin,“ sagði Hamrén. Jón Daði hafi fengið skilaboðin að hann væri í hóp og svo hafi þjálfarateymið verið sammála um að nýta kosti hans í leiknum í kvöld. „Vegna styrkleika hans, sem hann sýndi.“ Hamrén sagðist hafa tjáð Jóni Daða eftir leikinn að vonandi færu hjólin að snúast honum í vil hjá félagsliðinu. Að líkaminn héldi áfram að bregðast vel við endurhæfingu og framundan væri gott ár ólíkt því síðasta. „Hann hefur frábæra kosti. Skorar ekki mikið en skilar frábærri vinnu fyrir liðið.“ Svo varð hann að minnast á Birki Bjarnason sem var tæpur fyrir leikinn og hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar hjá Aston Villa á Englandi. „Hann hefur átt tvo frábæra leiki fyrir Ísland,“ sagði Hamrén og aðdáunin leyndi sér ekki. Lars Lagerbäck var mikill aðdáandi Birkis og greinilegt að Hamrén hefur tekið við því kefli. Birkir átti frábæran leik í kvöld á vinstri kantinum en hann spilaði á miðjunni gegn Albaníu.Gylfi Þór Sigurðsson fer með sex stig í farteskinu til móts við ástina sína Alexöndru Helgu Ívarsdóttir en brúðkaup þeirra er framundan um næstu helgi.GettyVerkefnið ómögulega Meiðsli hafa herjað á liðið en aðspurður hvort hann hefði til dæmis saknað Jóns Daða í fyrri leikjum sagði Hamrén þann hugsanahátt ekki virka í fótbolta. „Þú getur ekki leyft þér að sakna leikmanna. Við vorum í miklu basli vegna meiðsla í Þjóðadeildinni en þannig er fótbolti. Nú er minna um meiðsli sem gleður mig. Þú þarft heila leikmenn til að ná árangri. Nú eru margir leikmenn tilbúnir,“ sagði Hamrén og ræddi aðeins hvers vegna hann tók starfið að sér. Verkefnið ómögulega eins og sumir hafa lýst. „Þegar ég sá leikmannahópinn þá vissi ég að við gætum komist á EM með þetta lið. Jafnvel þótt margir segðu að það væri ómögulegt fyrir svona lítið land að fara á stórmót þriðja skiptið í röð. En þá þurfum við heila leikmenn.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
„Svona verður kvöldið mitt,“ sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Sá sænski brosti út að eyrum, nánast hló og greinilega vel létt eftir sigurinn í kvöld. Tóbak virðist fylgja íslenskum landsliðsþjálfurum, að minnsta kosti karlalandsliðsin. Ólafur Jóhannesson tók í nefið, Lars Lagerbäck í vörina og Hamrén reykir vindla - á tyllidögum. Allt er gott í hófi sagði einhver. Í kvöld er tilefni til að fagna.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, var baráttumikill á miðjunni í kvöld.vísir/gettyLangþráð uppskera Sænski þjálfarinn er heldur betur að uppskera eftir erfiða upphafsdaga í starfi. Íslenska liðið steinlá gegn afar sterkum andstæðingum í Þjóðadeildinni og eftir 2-0 sigur á Andorra steinlá liðið í 4-0 tapi gegn Frökkum í undankeppni EM. Síðan hefur íslenska liðið siglt sex stigum í hús. Hans stærsta stund klárlega 2-1 sigurinn gegn Tyrkjum sem lögðu heimsmeistara Frakka um liðna helgi. „Ég er rosalega ánægður með stigin þrjú í dag og sex stigin sem við ætluðum okkur fyrir þennan erfiða tvíhöfða,“ sagði Hamrén. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, vildum að þeir hefðu boltann og blása til skyndisókna. Sköpuðum okkur mörg færi. Hefði átt að vera 3-0 í hálfleik miðað við öll færin og sterka vörn. Þegar þeir skoruðu 2-1 þá var það kjaftshögg.“ Hann sagði liðið hafa unnið vel í seinni hálfleik, verið skynsamt og unnið afar vel samna. „Ég er stoltur af leikmönnunum, hvernig þeir hafa tekið þessa tvo leiki, sem við urðum að vinna, með trompi. Nú er allt galopið fyrir framhaldið þegar undankeppnin heldur áfram í september. Við verðum þar.“Ragnar Sigurðsson kemur Íslendingum á bragðið í kvöld.Vísir/Daníel ÞórRaggi átti að skora þrjú Sá sænski sagði leikmenn sína hafa fylgt leikplaninu fullkomlega eftir. „Ef þú verst vel þá áttu möguleika á góðum skyndisóknum. Ef þú nærð góðri fyrstu snertingu og fyrstu sendingu,“ sagði sá sænski. Liðið hefði reynt að sína styrk sinn í föstum leikatriðum. Raunar komu öll mörkin í dag úr föstum leikatriðum. Aukaspyrnum og hornspyrnum. „Raggi átti að skora þrjú mörk!“ Miðvörðurinn skoraði tvö mörk með skalla í fyrri hálfleik og nagar sig eflaust í handabakið fyrir að hafa ekki nýtt þriðja skallafærið undir lok leiksins.Þjálfarateymi Íslands fangar vel á Laugardalsvelli í kvöld. Níu stig af níu mögulegum í húsi í þremur síðustu leikjum.Vísir/Daníel ÞórBirkir og Jón Daði mættir Hamrén var spurður út í þátttöku Jóns Daða sem hefur ekkert spilað síðan í upphafi árs vegna meiðsla. Hvort það hefði verið áhætta að spila honum. Sá sænski svaraði því til að það hefði líklega verið meiri áhætta að láta Jón Daða hefja æfingar tveimur vikum fyrir hitting landsliðsins. Þá hafi hann byrjað að æfa með þjálfurum í að byggja upp styrk. Í framhaldinu hafi hann verið í stöðugum prófum til að meta hvort hann ætti möguleika á að vera með í leikjunm tveimur. „Hann bætti sig stöðugt og stóðst öll prófin,“ sagði Hamrén. Jón Daði hafi fengið skilaboðin að hann væri í hóp og svo hafi þjálfarateymið verið sammála um að nýta kosti hans í leiknum í kvöld. „Vegna styrkleika hans, sem hann sýndi.“ Hamrén sagðist hafa tjáð Jóni Daða eftir leikinn að vonandi færu hjólin að snúast honum í vil hjá félagsliðinu. Að líkaminn héldi áfram að bregðast vel við endurhæfingu og framundan væri gott ár ólíkt því síðasta. „Hann hefur frábæra kosti. Skorar ekki mikið en skilar frábærri vinnu fyrir liðið.“ Svo varð hann að minnast á Birki Bjarnason sem var tæpur fyrir leikinn og hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar hjá Aston Villa á Englandi. „Hann hefur átt tvo frábæra leiki fyrir Ísland,“ sagði Hamrén og aðdáunin leyndi sér ekki. Lars Lagerbäck var mikill aðdáandi Birkis og greinilegt að Hamrén hefur tekið við því kefli. Birkir átti frábæran leik í kvöld á vinstri kantinum en hann spilaði á miðjunni gegn Albaníu.Gylfi Þór Sigurðsson fer með sex stig í farteskinu til móts við ástina sína Alexöndru Helgu Ívarsdóttir en brúðkaup þeirra er framundan um næstu helgi.GettyVerkefnið ómögulega Meiðsli hafa herjað á liðið en aðspurður hvort hann hefði til dæmis saknað Jóns Daða í fyrri leikjum sagði Hamrén þann hugsanahátt ekki virka í fótbolta. „Þú getur ekki leyft þér að sakna leikmanna. Við vorum í miklu basli vegna meiðsla í Þjóðadeildinni en þannig er fótbolti. Nú er minna um meiðsli sem gleður mig. Þú þarft heila leikmenn til að ná árangri. Nú eru margir leikmenn tilbúnir,“ sagði Hamrén og ræddi aðeins hvers vegna hann tók starfið að sér. Verkefnið ómögulega eins og sumir hafa lýst. „Þegar ég sá leikmannahópinn þá vissi ég að við gætum komist á EM með þetta lið. Jafnvel þótt margir segðu að það væri ómögulegt fyrir svona lítið land að fara á stórmót þriðja skiptið í röð. En þá þurfum við heila leikmenn.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira