Týndar töskur rétt fyrir brottför í brúðkaup aldarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 11:15 Alexandra og Gylfi nýtrúlofuð við sjóinn á Bahamaeyjum. Instagram/@gylfisig23 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra
Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira