Sendu beiðni um flýtimeðferð þremur dögum fyrir komuna til Íslands Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2019 22:17 Frá æfingu tyrkneska liðsins í Laugardal Getty/ Anadolu Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent