Tyrkneskur blaðamaður segir reiði stuðningsmannanna vera meira grín en alvara Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 16:04 Málið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag. Twitter Alda neikvæðra ummæla sem gengur nú yfir íslenska Twitter-notendur virðist vera meira grín en alvara að sögn Serkan Algan, tyrknesks blaðamanns sem fylgst hefur með umfjöllun um stóra burstamálið í Istanbúl. Hann segir málið einnig vera fyrirferðarmikið í fjölmiðlum ytra. Reiðir Tyrkir hafa í dag og í gær herjað á íslenska samfélagsmiðlanotendur, fyrst og fremst í von um að finna þann sem beindi uppþvottabursta að Emre Belozoglu, leikmanni tyrkneska landsliðsins, og þóttist ætla nota hann sem hljóðnema. Lágu margir undir grun, þar á meðal íþróttafréttamaðurinn Benedikt Grétarsson.Sjá einnig: Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“„Ég held að fólk sé fyrst og fremst að grínast,“ segir Serkan í samtali við Vísi. Hann segir málið klassískt dæmi þess að eitthvað mál heltaki þjóðina í nokkra daga áður en það líður hjá og fólk sé fyrst og fremst að taka þátt í þeirri bylgju. Alvaran sé því ekki jafn mikil og margir Íslendingar töldu. Hann segir marga Tyrki grínast með málið á Twitter og mörgum þyki málið allt saman afar spaugilegt. Það hafi verið samstaða um að leita að þeim sem var með uppþvottaburstann í fyrstu og þegar var búið að taka einn fyrir og ganga úr skugga um að hann væri ekki sá seki var leitinni haldið áfram. Í dag kom svo í ljós að huldumaðurinn með burstann var í raun Belgi.Serkan segir þó ákveðinn hóp nýta sér málið í ljósi þess að stutt er í kosningar í landinu og þetta sé kjörið tækifæri til þess að ala á þjóðerniskennd. Þetta eigi því að vera dæmi um að Evrópubúar líti niður á Tyrki. „Það er ákveðinn hópur fólks í Tyrklandi sem er þjóðernissinnaður. Þau eru að reyna að nota þetta til þess að hafa áhrif á einhverja aðila og sýna fram á að Evrópubúar vilji gera lítið úr okkur þannig sumir reyna að gera meira mál úr þessu en þörf er á.“Serkan hefur fylgst með málinu í fjölmiðlum úti.Segir enga rasíska undirtóna í burstanum Aðspurður hvort það sé einhver dýpri merking á bak við burstann sem gæti farið fyrir brjóstið á Tyrkjum segir Serkan svo ekki vera. Það eina sem gæti verið móðgandi er sú staðreynd að burstarnir sem við þekkjum sem uppþvottabursta hérlendis eru notaðir sem klósettburstar í Tyrklandi. „Þeir sem hafa farið til Ameríku eða Evrópu vita að þetta er uppþvottabursti en hér í Tyrklandi er þetta bursti sem við notum til þess að þrífa klósett. Því gætu sumir túlkað þetta sem skilaboð um að tyrkneskt fólk sé skítugt eða ógeðslegt,“ segir Serkan en tekur þó sérstaklega fram að flestir Tyrkir hafi tekið uppátæki Belgans sem gríni. Þá bendir hann á að það sé mjög stutt síðan að Íslendingar voru síðast í umræðunni í Tyrklandi, þegar Eurovision fór fram í maí síðastliðnum. Uppátæki Hatara að veifa fána Palestínumanna hafi vakið mikla athygli og fögnuðu margir Tyrkir Hatara vel og innilega í kjölfarið. „Við fögnuðum öll þegar Hatari dró upp fánann. Þá voru allir Tyrkir með Íslandi í liði þannig það er ekki lengra síðan. Þetta er bara tímabil held ég,“ segir Serkan léttur að lokum. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Alda neikvæðra ummæla sem gengur nú yfir íslenska Twitter-notendur virðist vera meira grín en alvara að sögn Serkan Algan, tyrknesks blaðamanns sem fylgst hefur með umfjöllun um stóra burstamálið í Istanbúl. Hann segir málið einnig vera fyrirferðarmikið í fjölmiðlum ytra. Reiðir Tyrkir hafa í dag og í gær herjað á íslenska samfélagsmiðlanotendur, fyrst og fremst í von um að finna þann sem beindi uppþvottabursta að Emre Belozoglu, leikmanni tyrkneska landsliðsins, og þóttist ætla nota hann sem hljóðnema. Lágu margir undir grun, þar á meðal íþróttafréttamaðurinn Benedikt Grétarsson.Sjá einnig: Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“„Ég held að fólk sé fyrst og fremst að grínast,“ segir Serkan í samtali við Vísi. Hann segir málið klassískt dæmi þess að eitthvað mál heltaki þjóðina í nokkra daga áður en það líður hjá og fólk sé fyrst og fremst að taka þátt í þeirri bylgju. Alvaran sé því ekki jafn mikil og margir Íslendingar töldu. Hann segir marga Tyrki grínast með málið á Twitter og mörgum þyki málið allt saman afar spaugilegt. Það hafi verið samstaða um að leita að þeim sem var með uppþvottaburstann í fyrstu og þegar var búið að taka einn fyrir og ganga úr skugga um að hann væri ekki sá seki var leitinni haldið áfram. Í dag kom svo í ljós að huldumaðurinn með burstann var í raun Belgi.Serkan segir þó ákveðinn hóp nýta sér málið í ljósi þess að stutt er í kosningar í landinu og þetta sé kjörið tækifæri til þess að ala á þjóðerniskennd. Þetta eigi því að vera dæmi um að Evrópubúar líti niður á Tyrki. „Það er ákveðinn hópur fólks í Tyrklandi sem er þjóðernissinnaður. Þau eru að reyna að nota þetta til þess að hafa áhrif á einhverja aðila og sýna fram á að Evrópubúar vilji gera lítið úr okkur þannig sumir reyna að gera meira mál úr þessu en þörf er á.“Serkan hefur fylgst með málinu í fjölmiðlum úti.Segir enga rasíska undirtóna í burstanum Aðspurður hvort það sé einhver dýpri merking á bak við burstann sem gæti farið fyrir brjóstið á Tyrkjum segir Serkan svo ekki vera. Það eina sem gæti verið móðgandi er sú staðreynd að burstarnir sem við þekkjum sem uppþvottabursta hérlendis eru notaðir sem klósettburstar í Tyrklandi. „Þeir sem hafa farið til Ameríku eða Evrópu vita að þetta er uppþvottabursti en hér í Tyrklandi er þetta bursti sem við notum til þess að þrífa klósett. Því gætu sumir túlkað þetta sem skilaboð um að tyrkneskt fólk sé skítugt eða ógeðslegt,“ segir Serkan en tekur þó sérstaklega fram að flestir Tyrkir hafi tekið uppátæki Belgans sem gríni. Þá bendir hann á að það sé mjög stutt síðan að Íslendingar voru síðast í umræðunni í Tyrklandi, þegar Eurovision fór fram í maí síðastliðnum. Uppátæki Hatara að veifa fána Palestínumanna hafi vakið mikla athygli og fögnuðu margir Tyrkir Hatara vel og innilega í kjölfarið. „Við fögnuðum öll þegar Hatari dró upp fánann. Þá voru allir Tyrkir með Íslandi í liði þannig það er ekki lengra síðan. Þetta er bara tímabil held ég,“ segir Serkan léttur að lokum.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02