AC Milan verður ekki á meðal keppenda í Evrópudeild UEFA á komandi tímabili eftir að félagið var sett í bann hjá evrópska knattspyrnusambandinu.
UEFA setti ítalska félagið, sem endaði í fimmta sæti í Seria A í vor, í bann fyrir brot á fjármálareglum sambandsins. AC Milan áfrýjaði banninu til Íþróttadómstólsins Cas. Dómstóllinn dæmdi í dag að bannið myndi standa.
Síðasta sumar var uppi svipuð staða, UEFA dæmdi AC Milan í bann en Ítalirnir áfrýjuðu. Í það skiptið felldi Cas bannið úr gildi þar sem Milan sannfærði dómstólinn um að fjárhagur félagsins myndi batna undir nýjum eigendum.
Nú, ári seinna, er Milan í sömu stöðu aftur og í þetta skipti þurfa þeir að fara í bann.
Sæti Milan í Evrópudeildinni fer nú líklega til Torino, sem endaði í sjöunda sæti Seria A í vor. Sjötta sætið í Seria A gefur einnig Evrópusæti og því var Roma nú þegar komið inn í Evrópudeildina.
Roma tekur sæti Milan beint inni í riðlakeppninni en Torino kemur inn í síðustu umferð forkeppninnar.
AC Milan sett í bann frá Evrópudeildinni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




