Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 11:24 Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. Vísir/ap Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“ Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“
Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42
Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39