Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 09:06 Duterte forseti er þekktur fyrir ofsafengna orðræðu og viðbrögð. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22