Krefja ráðuneytið um gögn og útreikninga að baki „hæpnum fullyrðingum“ heilbrigðisráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. júní 2019 07:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15