Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent