Seðlabankinn tók smærra skref en markaðurinn bjóst við Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 08:30 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson situr fyrir miðju. SÍ Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13
Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30