Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Ritstjórn skrifar 26. júní 2019 12:45 Keppendur hjóla hringveginn og enda við Hvaleyrarvatn í Hvalfirði. FBL/Ernir Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðar Wow Cyclothon Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira