Sönn íslensk makamál: Þegar ég fór með sjálfa mig út í ruslið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. júní 2019 19:30 Hvenær veit maður hvort það er alvara í spilunum eða hvort að hinn aðilinn sé bara að leika sér? Saga Sig Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir. Fólk er ekkert alltaf að meina það sem það segir eða að segja það sem það meinar. Að lesa í öll þessi duldu skilaboð og samtöl, sem fara yfirleitt fram rafrænt svona í byrjun, er bara hörkuvinna. Ég, þessi mikli mannþekkjari að mér fannst, missti síendurtekið prófið á innsæið mitt og skynsemi þegar kom að hinu kyninu. Einu sinni hafði strákur samband við mig. Ég hafði lauslega heyrt af honum en þekkti hann ekki. Mér fannst hann forvitnilegur og sætur en var samt eitthvað efins hvort ég ætti að gefa honum sjens. Ég var búin að heyra að hann væri þessi svokallaði „player“. Á þessum tíma var ég á þeim stað að ég nennti alls ekki einnar nætur ævintýri og hvað þá innihaldslausum samskiptum.Skilaboðin byrjuðu að dælast inn einn eftirmiðdaginn og ég sá fljótt að hann var mjög fyndinn. Hann kunni að koma fyrir sig orði, hnyttinn í tilsvörum og greinilega klár strákur. Kannski svolítið áhugavert? Þegar hann hafði eytt nokkrum klukkutímum í að reyna að sannfæra mig um að koma að hitta sig þá ákvað ég að slá til. Af hverju ekki?Ég fór heim til hans seint á þriðjudagskvöldi með smá kitl í maganum. Leiðin lá í miðbæinn þar sem hann átti íbúð. Ég bankaði varlega á dyrnar og hann tók á móti mér brosandi út að eyrum. Hmm, hann var bara svolítið sjarmerandi. Sjálfsöruggur og myndarlegur. Íbúðin var lítil og mjög krúttleg en það var einhver skrítin lykt. Hann tók mig mjög fljótlega í fangið og sagðist vera svo glaður að ég hefði komið. Ég gleymdi lyktinni. Við settumst inn í stofu og hann hafði ekki augun af mér. Á tímabili leið mér eins og ég væri þátttakandi í Gettu betur því hann spurði svo mikið. Spurði svo mikið um mig. Vá hvað hann hafði greinilega mikinn áhuga! Mér fannst það pínu krúttlegt. Ég var upp með mér. En hvaða lykt var þetta? Hann náði flótt að tæla mig í armana sína og byrjaði að kyssa mig af mikilli ástríðu. Svo stoppaði hann og vildi spjalla meira. Hrósin dundu yfir mig á milli kossa.Það er kannski skemmst frá því að segja að þessi þriðjudagsheimsókn í miðbæinn endaði í láréttri stöðu inni í svefnherbergi, algjörlega andstætt því sem ég ætlaði mér. En þegar ég lá í fangi hans náði ég að sannfæra mig um að þetta væri kannski bara svolítið rómantískt.Hann reisti sig svo skyndilega upp, teygði úr sér og leit á mig.Ég þarf sko að vakna mjög snemma! Ég hafði sjaldan orðið vitni að svona skarpri gírskiptingu en var fljót að kveikja á því hvað hann var að meina. Auðvitað! sagði ég og henti mér í fötin. Þegar ég var orðin fullklædd og komin í dyragættina þá hallað hann sér að mér brosandi, kyssti mig og sagði:Þetta var mjög næs en getur þú gert mér smá greiða? Ha? já, auðvitað! sagði ég hikandi enn þá að ströggla við að hnoða minni gírstöng í bakkgír. Hann vippaði sér inn í eldhús og sótti þrjá troðfulla ruslapoka. LYKTIN! Getur þú tekið þetta með þér á leiðinni út? Þegar ég var búin að henda hinni heilögu ruslaþrennu ásamt sjálfsvirðingunni minni í tunnuna fyrir utan íbúðina hans þá fann ég ennþá lykt. Það var einhver óþefur af þessu allan tímann. Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is 24. júní 2019 14:00 Viltu gifast Ragnar Hansson? Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda) 24. júní 2019 14:45 Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum Þórdís Björg er 26 ára Reykjavíkurmær sem nýverið flutti til Barcelona til að læra hönnun í Global Design. Nú nýtur þess að vera komin í sumarfrí og vera "single as fuck“ eins og hún orðar það sjálf. 21. júní 2019 14:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir. Fólk er ekkert alltaf að meina það sem það segir eða að segja það sem það meinar. Að lesa í öll þessi duldu skilaboð og samtöl, sem fara yfirleitt fram rafrænt svona í byrjun, er bara hörkuvinna. Ég, þessi mikli mannþekkjari að mér fannst, missti síendurtekið prófið á innsæið mitt og skynsemi þegar kom að hinu kyninu. Einu sinni hafði strákur samband við mig. Ég hafði lauslega heyrt af honum en þekkti hann ekki. Mér fannst hann forvitnilegur og sætur en var samt eitthvað efins hvort ég ætti að gefa honum sjens. Ég var búin að heyra að hann væri þessi svokallaði „player“. Á þessum tíma var ég á þeim stað að ég nennti alls ekki einnar nætur ævintýri og hvað þá innihaldslausum samskiptum.Skilaboðin byrjuðu að dælast inn einn eftirmiðdaginn og ég sá fljótt að hann var mjög fyndinn. Hann kunni að koma fyrir sig orði, hnyttinn í tilsvörum og greinilega klár strákur. Kannski svolítið áhugavert? Þegar hann hafði eytt nokkrum klukkutímum í að reyna að sannfæra mig um að koma að hitta sig þá ákvað ég að slá til. Af hverju ekki?Ég fór heim til hans seint á þriðjudagskvöldi með smá kitl í maganum. Leiðin lá í miðbæinn þar sem hann átti íbúð. Ég bankaði varlega á dyrnar og hann tók á móti mér brosandi út að eyrum. Hmm, hann var bara svolítið sjarmerandi. Sjálfsöruggur og myndarlegur. Íbúðin var lítil og mjög krúttleg en það var einhver skrítin lykt. Hann tók mig mjög fljótlega í fangið og sagðist vera svo glaður að ég hefði komið. Ég gleymdi lyktinni. Við settumst inn í stofu og hann hafði ekki augun af mér. Á tímabili leið mér eins og ég væri þátttakandi í Gettu betur því hann spurði svo mikið. Spurði svo mikið um mig. Vá hvað hann hafði greinilega mikinn áhuga! Mér fannst það pínu krúttlegt. Ég var upp með mér. En hvaða lykt var þetta? Hann náði flótt að tæla mig í armana sína og byrjaði að kyssa mig af mikilli ástríðu. Svo stoppaði hann og vildi spjalla meira. Hrósin dundu yfir mig á milli kossa.Það er kannski skemmst frá því að segja að þessi þriðjudagsheimsókn í miðbæinn endaði í láréttri stöðu inni í svefnherbergi, algjörlega andstætt því sem ég ætlaði mér. En þegar ég lá í fangi hans náði ég að sannfæra mig um að þetta væri kannski bara svolítið rómantískt.Hann reisti sig svo skyndilega upp, teygði úr sér og leit á mig.Ég þarf sko að vakna mjög snemma! Ég hafði sjaldan orðið vitni að svona skarpri gírskiptingu en var fljót að kveikja á því hvað hann var að meina. Auðvitað! sagði ég og henti mér í fötin. Þegar ég var orðin fullklædd og komin í dyragættina þá hallað hann sér að mér brosandi, kyssti mig og sagði:Þetta var mjög næs en getur þú gert mér smá greiða? Ha? já, auðvitað! sagði ég hikandi enn þá að ströggla við að hnoða minni gírstöng í bakkgír. Hann vippaði sér inn í eldhús og sótti þrjá troðfulla ruslapoka. LYKTIN! Getur þú tekið þetta með þér á leiðinni út? Þegar ég var búin að henda hinni heilögu ruslaþrennu ásamt sjálfsvirðingunni minni í tunnuna fyrir utan íbúðina hans þá fann ég ennþá lykt. Það var einhver óþefur af þessu allan tímann.
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is 24. júní 2019 14:00 Viltu gifast Ragnar Hansson? Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda) 24. júní 2019 14:45 Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum Þórdís Björg er 26 ára Reykjavíkurmær sem nýverið flutti til Barcelona til að læra hönnun í Global Design. Nú nýtur þess að vera komin í sumarfrí og vera "single as fuck“ eins og hún orðar það sjálf. 21. júní 2019 14:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is 24. júní 2019 14:00
Viltu gifast Ragnar Hansson? Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda) 24. júní 2019 14:45
Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum Þórdís Björg er 26 ára Reykjavíkurmær sem nýverið flutti til Barcelona til að læra hönnun í Global Design. Nú nýtur þess að vera komin í sumarfrí og vera "single as fuck“ eins og hún orðar það sjálf. 21. júní 2019 14:30