Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2019 13:56 Undirbúningur fyrir hátíð næsta árs er hafinn. Secret Solstice Secret Solstice-tónlistarhátíðin sem haldin var um helgina og lauk í gær gekk vel að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gestafjöldi var á því bili sem skipuleggjendur bjuggust við og ríkti almenn ánægja meðal íbúa í nágrenni við hátíðina. Skipuleggjendur kunna lögreglu, slökkviliði og borgarstarfsmönnum sérstakar þakkir fyrir gott samstarf. „Mér fannst almenn gleði í dalnum. Nágrannarnir virðast vera mjög sáttir miðað við umræður í nágrannagrúbbum. Það er góð tilbreyting,“ segir Jón Bjarni. Síðustu ár, og þá sérstaklega í fyrra, gætti nokkurrar óánægju með hátíðina meðal íbúa Laugardalsins. Hávaði, eiturlyfjaneysla og slæm umgengi voru þá helstu umkvörtunarefni íbúa í grennd við hátíðarsvæðið.Sjá einnig: Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun „Við erum bara mjög sátt. Gæslan gekk vel, kannski var hún extra hörð í ár, einhverjir kvörtuðu yfir því en það er bara ágætt. Það eru bara menn að vinna vinnuna sína.“Gestafjöldi og fjármál í takt við áætlanir skipuleggjenda Aðspurður segir Jón Bjarni að fjöldi gesta hafi verið einhvers staðar á bilinu tíu til ellefu þúsund manns. „Það var það sem við áætluðum. Þetta var bara allt eftir bókinni.“Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Þá hafi tekjur hátíðarinnar einnig stemmt við það sem lagt var upp með, miðað við fyrstu tölur. Þó er ekki endanlega búið að gera alla hátíðina upp og því ekki komin nákvæm lokatala á afkomu hátíðarinnar. „Þetta er bara sirka það sem við áttum von á, það er enn þá verið að gera upp barin og svona. Þetta lítur allavega þannig út að við erum bara í góðum málum,“ segir Jón Bjarni.Undirbúningur fyrir næsta ár hafinn Aðspurður hvort Solstice-hátíðin haldi velli og verði sett upp aftur á sama tíma að ári svarar Jón Bjarni því játandi. „Að sjálfsögðu. Við erum búin að setja tilboð í listamenn til að headline-a þetta [stærstu nöfnin sem koma fram á hátíðinni] næsta sumar. Það er bara allt í gangi,“ segir Jón Bjarni og bætir við að senn fari að koma að miðasölu fyrir Solstice 2020. „Þetta verður stórt,“ hefur Jón Bjarni að segja um hátíðina á næsta ári. Kann samstarfsaðilum bestu þakkir Jón Bjarni segir samstarf við alla utanaðkomandi aðila hafa verið til fyrirmyndar. „Mig langar að þakka sérstaklega fyrir frábært samstarf við borgina, starfsfólk frístundamiðstöðva, lögregluna og slökkviliðið. Þetta er búið að ganga ofboðslega vel. Samstarfið var frábært og mig langar að þakka þessum aðilum sérstaklega fyrir.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 10 þúsund manns á Secret Solstice í gær Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi 23. júní 2019 07:11 Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. 23. júní 2019 19:15 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Secret Solstice-tónlistarhátíðin sem haldin var um helgina og lauk í gær gekk vel að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gestafjöldi var á því bili sem skipuleggjendur bjuggust við og ríkti almenn ánægja meðal íbúa í nágrenni við hátíðina. Skipuleggjendur kunna lögreglu, slökkviliði og borgarstarfsmönnum sérstakar þakkir fyrir gott samstarf. „Mér fannst almenn gleði í dalnum. Nágrannarnir virðast vera mjög sáttir miðað við umræður í nágrannagrúbbum. Það er góð tilbreyting,“ segir Jón Bjarni. Síðustu ár, og þá sérstaklega í fyrra, gætti nokkurrar óánægju með hátíðina meðal íbúa Laugardalsins. Hávaði, eiturlyfjaneysla og slæm umgengi voru þá helstu umkvörtunarefni íbúa í grennd við hátíðarsvæðið.Sjá einnig: Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun „Við erum bara mjög sátt. Gæslan gekk vel, kannski var hún extra hörð í ár, einhverjir kvörtuðu yfir því en það er bara ágætt. Það eru bara menn að vinna vinnuna sína.“Gestafjöldi og fjármál í takt við áætlanir skipuleggjenda Aðspurður segir Jón Bjarni að fjöldi gesta hafi verið einhvers staðar á bilinu tíu til ellefu þúsund manns. „Það var það sem við áætluðum. Þetta var bara allt eftir bókinni.“Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Þá hafi tekjur hátíðarinnar einnig stemmt við það sem lagt var upp með, miðað við fyrstu tölur. Þó er ekki endanlega búið að gera alla hátíðina upp og því ekki komin nákvæm lokatala á afkomu hátíðarinnar. „Þetta er bara sirka það sem við áttum von á, það er enn þá verið að gera upp barin og svona. Þetta lítur allavega þannig út að við erum bara í góðum málum,“ segir Jón Bjarni.Undirbúningur fyrir næsta ár hafinn Aðspurður hvort Solstice-hátíðin haldi velli og verði sett upp aftur á sama tíma að ári svarar Jón Bjarni því játandi. „Að sjálfsögðu. Við erum búin að setja tilboð í listamenn til að headline-a þetta [stærstu nöfnin sem koma fram á hátíðinni] næsta sumar. Það er bara allt í gangi,“ segir Jón Bjarni og bætir við að senn fari að koma að miðasölu fyrir Solstice 2020. „Þetta verður stórt,“ hefur Jón Bjarni að segja um hátíðina á næsta ári. Kann samstarfsaðilum bestu þakkir Jón Bjarni segir samstarf við alla utanaðkomandi aðila hafa verið til fyrirmyndar. „Mig langar að þakka sérstaklega fyrir frábært samstarf við borgina, starfsfólk frístundamiðstöðva, lögregluna og slökkviliðið. Þetta er búið að ganga ofboðslega vel. Samstarfið var frábært og mig langar að þakka þessum aðilum sérstaklega fyrir.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 10 þúsund manns á Secret Solstice í gær Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi 23. júní 2019 07:11 Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. 23. júní 2019 19:15 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11
10 þúsund manns á Secret Solstice í gær Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi 23. júní 2019 07:11
Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02
Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. 23. júní 2019 19:15
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp