Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Umræða um þriðja orkupakkann tók 138 klukkustundir. Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira