Taldi mann skulda sér bjór, hótaði honum ofbeldi og reyndi að ræna hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:40 Glæpurinn var framinn í Vestmannaeyjum í mars árið 2016. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða. Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða.
Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira