Segir hækkun lánavaxta til að verja hagsmuni sjóðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:45 Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45
Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32