Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:57 Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styðja fjárhagslega fyrir kærendur kynferðisbrota og ofbeldis. Karolinafund/málfrelsissjóður Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér. Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira